Philadelphia Flyers – 1
Rangers, án taps í þeirra fjórum seinustu leikjum, tóku lið Philadelphia Flyers í kennslustund á heimavelli í gærkveldi, 7unda mars 2oo3.
Markvörður Rangers, Mike Dunham var nánast fullkomin í leiknum, varði 34 skot og var aðeins tveimur mínútum frá hans þriðja shut-out á leiktíðinni. Bobby Holik og Radek Dvorak voru líka magnaðir fyrir lið sitt en Holik var með tvö mörk og Dvorak nældi sér í þrjár stoðsendingar.
Strax eftir fyrsta leikhluta var taflið búið hjá Flyers, en þá voru þeir fjórum mörkum undir, þau fjögur mörk komu öll á tíu mínútna spami. Eftir fyrstu þrjú mörkin og slæmt höfuðhögg var Roman Cechmanek tekinn á bekkinn og Robert Esche settur út í hans stað, en það stövaði ekki Rangers og þeir skoruðu fjórða markið tveimur mínútum seinna.
Í næstu tveimur leikhlutum var leikurinn jafn, bæði lið skiptust á einu marki, mark Flyers kom á átjándu mínútu í þriðja leikhluta.
Mörk Rangers skoruðu ( Í röð) : Jamie Lundmark ( Markið kom á sjöttu mínútu í fyrsta leikhluta, 8unda mark nýliðans á leiktíðinni), Bobby Holik ( Skoraði aðeins 28. sekúndum frá marki Lundmarks, hann skoraði einnig mark í þriðja leikhluta ), Dan LaCouture ( Hans fyrsta mark sem Rangers, kom einni mínútu frá fyrsta marki Holik), Petr Nedved ( Þetta mark var skorað þegar Rangers voru einum færri á ísnum, kom nokkrum mínútum frá marki LaCouture).
Einnig var Mark Messier með stoðsendingu að marki Dan LaCouture, sem setur hann aðeins þremur stoðsendingum frá þriðja sæti yfir stoðsendingar í sögu NHL. Þriðja sætið heldur Raymond Bourqe.
Markið sem gerið út um shut-outið hjá Dunham skoraði Marty Murray, hans 7unda mark á leiktíðinni sem kom á átjándu mínútu í þriðja leikhluta.
Flyers eru með öruggt sæti í play-offs í ár en Rangers eru í 9unda sæti í Austurdeildinni og aðeins fjórum stigum frá Islanders og Bruins sem eru í því 8unda og 7unda.
Næsti leikur Rangers er á móti liði Florida Panthers á mánudag en í seinustu fimm viðureignum liðanna hafa Rangers alltaf unnið.
…hann var dvergur í röngum félagsskap