Morrison var valinn framyfir eftirtalda: Alexander Moginly, væng Toronto Maple Leafs, en hann stóð sig frábærlega þessa vikuna og var með þrjú mörk og sex stoðsendinar í þremur leikjum, center Ottawa, Shaun Van Allen, með tvö mörk og sex stoðsendingar í fjórum leikjum, markmann Nashville, Tomas Vokoun, og markmann Florida, Robert Luongo.
Lið Vancouver er eldheitt þessa stundina, hefur ekki verið sigrað í þeirra seinustu 14. viðureignum og á Morrison sinn part í því.
Í fyrsta leik vikunnar, sem var á móti Detroit, var Morrison með tvær stoðsendingar, leikurinn fór 4-3 fyrir Vancouver eftir framlengdan leik.
Í öðrum og þriðja leiknum í vikunni þar sem Vancouver spilaði á móti liði Edmonton og St. Luis, skoraði hann sigurmark leiksins í bæði skiptin. En leikirnir fóru 4-3 (Edmonton), og 4-2 (St.Luis).
Í fjórða leik vikunnar, þar sem Vancouver óðu yfir lið Columbus, 7-2, var Morrison með fjögur stig, eitt mark og þrjár stoðsendingar.
Morrison er með 55. stig overall þessa leiktíð, en hann er með 17. mörk og 38. stoðsendingar.
Vancouver Canucks standa nú 37-16-9-0 og eru með 83. stig í deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir liði Dallas Stars um toppsætið í Vesturdeildinni.
…hann var dvergur í röngum félagsskap