Enn um sóknarleik
Ég ætla að minnast aðeins á sóknarleik, eins og þið vitið þá talaði Jagr um daginn um að þjálfarar einblína alltaf svo mikið á sóknarleik í staðinn fyrir varnarleik. Ef þið horfið á leik hafið þið þá tekið eftir því að oftast er önnur lína með fleiri eða færri mörk á sig en hin línan, ég hef verið að pæla í þessu á mörgum leikjum og get ég tekið dæmi leik sem liðið mitt spilaði í gær. Þannig var að við vorum aðeins með 2 línur, önnur línan einblínir á sóknarleik og hin línan einblínir á varnarleik. Línan sem einblíndi á sóknarleikinn var með 10 mörk á sig en varnarlínan aðeins 3. Þetta var líka sjáanegt hjá hinu liðinu, línan sem einblíndi mest á sóknarleikinn fékk öll þessi 3 mörk á sig sem liði mitt skoraði. Svo þegar liðið fær penalty á sig og aðeins 4 leikmenn á ísnum ákveður þjálfarinn alltaf að setja sóknarlínuna inn á í stað þess að setja varnarlínuna. Af hverju einblína þjálfararnir svona mikið á sóknarleikinn??? Væri ekki nær að vera með betri vörn og færri mörk á sig heldur en of mörg mörk á sig.