Gengi U18 ára liðsins. Heimsmeistaramót undir átján ára liða í 3.deild er nýstaðið yfir, það var haldið í Sarajevo-Bosníu, Ísland átti lið á þessu móti og stóð það sig með frábærum árangri, unnu alla leiki sína og hrepptu gullverðlaunin. Liðið mun spila í annari deild að ári.


Leikur 1, vS: Tyrkland.

Tyrkland var fyrirfram talið vissara um sigur í þessari viðureign, en Ísland gáfu ekkert eftir og þrátt fyrir jafnræði liðanna í fyrsta hluta leiks sigu þeir fram úr með þremur mörkum og uppskáru sigur, 5-2 Íslandi í vil. Mörk Íslands skoruðu þeir Birgir Hansen-Viktor Höskuldson-Einar Valentine og Gauti Þormóðsson, allir nema sá síðastnefndi voru með eitt mark, Gauti var með tvö.

Leikur 2, vS: Ísrael.

Fullvíst var að leikur þessara liða myndi verða mjög jafn og spennandi, og það gékk eftir, þótt að íslenska liðið hefði virkað hikandi í fyrsta leikhluta og tapað honum 4-1 kom liðið af fullum krafti í annan og vann þann leikhluta 2-0, þriðji leikhluti var æsispennandi og bæði lið náðu að skora eitt mark í þeim hluta leiks. Lokastaða: 5-4, Ísrael. Mörk Íslands skoruðu: Birgir Hansen-1, Trausti Bergmann var einnig með 1, Gauti Þormóðson-2.

Þá kom nokkuð uppá, IIHF, eða alþjóðlega íshokkí sambandið, dæmdi þrjá leikmenn ísraelska liðsins ólöglega! Leikmennirnir, sem eru kanadískir að uppruna, eru taldnir jafnvel aldrei komið til Ísrael, en reglur sambandsins kveða svo á að leikmenn þurfa að hafa spilað í heimalandinu í a.m.k tvö ár. Þetta þýðir að Ísland sigraði leikinn gegn Ísrael með fimm mörkum gegn engu!


Leikur 3, vS: Bosnía og Hersegóvína.

Með sigri í þessum leik gæti lið Íslands tryggt sér gullverðlaunin á þessu móti, og það gerðu þeir, og gerðu það með stæl. Þeir hreinlega völtuðu yfir illa skipulagt lið Bosníu og sigruðu það stórt, 9-2. Strax eftir fyrsta leikhluta leiks var liðið komið yfir 5-0, aðrir leikhlutar leiksins voru rólegri, þeim lauk báðum 2-1 fyrir Íslandi.

Mörk liðsins og stoðsendingar voru þeir Birgir Hansen 4/3-Gauti Þormóðsson 3/0-Jón Ernst Ágústsson 1/0-Úlfar Andrésson 1/0-Trausti Bergman 0/1-Vilhelm Bjarnason 0/1-Viktor Höskuldsson 0/1 og Arnþór Bjarnason 0/1 með.


Með þessum sigri var íslenska liðið búið að vinna Heimsmeistaramót U18 ára liða í 3. deild!

Ekki aðeins er þetta stórt stökk fyrir íslenskt íshokkí heldur jafnframt fyrsti sigur Íslands á stórmóti í íþróttinni.

Nokkrir leikmenn liðsins voru einnig verðlaunaðir fyrir leik sinn á mótinu, Ragnar Óskarson (Fyrirliði Íslands) var valinn besti leikmaður Íslands, Gauti Þormóðsson var valinn maður mótsins og Birgir Hansen var valinn besti sóknarmaðurinn á mótinu.

:D
…hann var dvergur í röngum félagsskap