Eastern All Stars - 6
Ógleymanlegt! Einfaldlega ógleymanlegt!
Fimmtugasti og þriðji Stjörnuleikurinn var alveg rosalegur og sýndu leikmennirnir hvað í þeim býr og settu upp geðveika sýningu í Florida, sunnudaginn 2. feb. Vesturdeildin voru sigurvegarar í hæfileika keppninni og í leiknum sjálfum og það sýnir bara hvor deildin er betri! ;) (Nee djók)
Dany Heatley, sem er að spila í annað skipti í NHL (hann vann bikarinn sem besti nýliðinn í fyrra) og fyrsta skipti í Stjörnuleik, skoraði fjögur mörk í leiknum og var með stoðsendingu í því fimmta og var valinn Verðmætasti leikmaðurinn í leiknum.
Leikurinn endaði 5-5 og var sendur í framlengingu og ekkert skorað þar. Þannig að það vita allirh vað kemur þá… Vítakeppni! Vesturdeildin vann hana og lokastaðan, 8-6 f. Vesturdeildinni. Dany Heatley var sá eini sem skoraði fyrir Austurdeildina og átti sem sagt rosalegan leik (well duh) ;)!
Þeir sem skoruðu fyrir Vesturdeildina voru Peter Forberg, fyrirliðinn Mike Modano, Marian Gaborik, Ed Jovanovski og Al MacInnis.
Dany Heatley skoraði 5 mörk fyrir Austurdeildina og Olli Jokinen skoraði 6 markið fyrir Austur. Mætti alveg sjá fleiri mörk og fleiri leikmenn skora… hehe.
Bill Guerin, Markus Naslund og Paul Kariya skoruðu í vítakeppninni fyrir Vesturdeildina en Dany Heatley var sá eini sem náði að skora (örugglega búinn að koma að þessu).
Ég tók þennan leik auðvitað upp og svo næst þegar ég kem á íshokkí æfingu (sem verður örugglega í lok febrúar) að þá get ég látið þálfarann eða einhvern annan fá spóluna og allir horft á þennan magnaða leik og auðvitað hæfileika keppnina á undan því ;)
x ice.MutaNt