þessi grein er copy og paste-uð af heimasíðu S.R.
skautafelag.is

13-01-2003
Íshokkí á réttri leið?
Það er kunnara en frá þurfi að segja að íshokkí sé þjóðaríþrótt Kanadamanna. Með sínar 3500 skautahallir og meira en 700 þúsund iðkendur hefur íshokkíið tekist að sameina þessa þjóð sem er samsett úr þvílíkum fjölda þjóðarbrota með ólíkan menningarlegan bakgrunn; meira að segja frönskumælandi og enskumælandi Kanadamenn eru sammála! Íshokkíið er líka mikilvægt fyrir þjóðarstolt Kanadamanna og eitt af sem þeir nota til að aðgreina sig frá sínum stóra nágranna, Bandaríkjunum. Og þeir hafa ástæðu til að vera stoltir með sitt íshokkí: tæplega 60% allra leikmanna í NHL eru Kanadamenn, flestir þjálfara þar einnig, Wayne Gretzky, Mario Lemieux, Gordie Howe, Maurice Richard og Jacques Planté eru allir Kanadamenn, og ekkert lið hefur unnið Stanley Cup eins oft og kanadíska liðið Montreal Canadiens eða alls 23 (næstir koma Toronto Maple Leafs með 13 skipti og Boston með 5!). Er þá allt í góðu gengi? Kannski ekki að öllu leyti. Árið 1967 voru 97% NHL leikmanna Kanadamenn en í dag fer þeim fækkandi ár frá ári. Þessu veldur fyrst og fremst “innrás” leikmanna frá Evrópu, þ.e. Rússar, Svíar, Finnar, Slóvakar og Tékkar, og fyrirsjáanlegt að Lemieux-ar framtíðarinnar verða líklega ekki Kanadamenn, heldur frekar Rússar, Tékkar eða Slóvakar. Á sama tíma hafa laun NHL leikmanna hækkað gríðarlega (t.d. fær hinn sænski Forsberg og hinn rússneski Yashin tæplega einn milljarð á ári í laun) sem þýðir að miklu meira er í húfi en bara leikurinn. Þessi nýja staða Kanadamanna birtist m.a. í mikilli aukningu á því sem þeir kalla “rink rage”, eða “skautahalla-heift” (eða svellandi heift?): Foreldrar á pöllunum ausa svívirðingum yfir leikmenn, þjálfara og dómara, og jafnvel hóta að grípa til handalögmála ef þeir eru ekki sáttir við velgengni barnsins síns á ísnum. Nú er svo komið að um þriðjungur af öllum þeim 33 þúsund dómurum sem taka að sér að dæma í barna- og unglingastarfi í Kanada, hætta árlega. M.ö.o. kanadíska íshokkísambandið þarf að finna meira en 10 þúsund nýja dómara á ári. Sífellt erfiðara er fyrir unga kanadíska leikmenn að ná alla leið, í NHL, m.a. vegna evrópsku innrásarinnar, og sífellt fleiri pabbar (oftast þeir) með drauma, stóra og smáa, missa sjónar á meginatriðinu – íshokkí er bara leikur. Skyldi þetta gerast íþróttum á Íslandi?
Gott weiss ich will kein Engel sein