Það er gott mál að Rammstein og vonandi fleiri séu að pota í sjónvarpsstöðvarnar og láta þær vita að hokkí sé til á Íslandi og að áhugafólki finnist því ekki vera sinnt.

Best að segja sem minnst um orðalag og fleira í greininni (Rammstein, áttu nokkuð frænda sem heitir Össur :).

Allt of margar íþróttagreinar fá litla sem enga umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum, flestar greinarnar hafa álíka iðkendafjölda og hokkí og sumar greinar hafa margfalt fleiri iðkendur en fá samt enga umfjöllun.

Það sem fer í taugarnar á mér er að íþróttir sem enginn á landinu stundar eru sýndar nánast í hverri viku, íþróttir eins og Formúla 1 og Ameríski fótboltinn, box var líka sínt í einhver ár þótt lög væru gegn því að stunda íþróttina.

Ég leg til að við prófum að setja smá pressu á Símann-breiðband.

Þeir eru að sýna stöðina ESPN Classic sem sýnir gamla og ógleymanlega leiki og “tribute-þætti” um gömlu hetjurnar, gott og vel, núna er bara NFL á þessarri stöð en þegar úrslitakeppnin byrjar í NHL verður all vaðandi í hokkí þáttum (gömlum).

En það vantar beinu útsendingarnar :(

ESPN og ESPN2 eru með beinar útsendingar frá flestum leikjum úrslitakepninnar, hvað þarf til þess að Síminn breyti yfir í aðra hvora þessa stöð?

Ef við setjum verulega pressu á símann (sem ég held að þeir séu ekki vanir) og skilum inn lista af fólki sem mun fá sér áskrift ef eihhvað gerist, auk allra þeirra sem munu nýta sér NBA, NFL og fleiri íþróttagreina sem þessar stöðvar bjóða uppá utan hokkí-tímabilsins, þá er spurning hvað þeir gera.

Auðvitað gætu þessar stöðvar verið allt of dýrar fyrir breiðbandið, en spurning hvort þetta sé þess virði að prófa það.

massi