Flyers með velheppnað ferðalag Philadelphia Flyers - 5

Atlanta Thrashers - 4

Philadelphia Flyers voru að ljúka ferðalagi sínu (road trip) og það gæti ekki hafa verið betra. Þeir spiluðu alls 3 leiki og unnu alla. Fyrst var það á móti LA Kings og fór sá leikur 4-1, svo voru það Mighty Ducks sem spiluðu á móti þeim en sá leikur fór 1-0 og svo þessi leikur sem ég er að fara fjalla um núna, 5-4.

Leikurinn byrjaði bara vel hjá gestunum og var það Justin Williams sem kom Flyers yfir á annari mínútu leiksins. Trashers náðu samt að jafna í 1. leikhluat með marki frá Patrik Stefan og staðan 1-1 eftir einn leikhluta. Trashers voru þó vongóðir á heimavelli og komust yfir með marki frá Brad Tapper en Flyers ekki lengi að svara fyrir sig með tveimur mörkum og komu þau frá Dennis Seidenberg og Radovan Somik. Var þetta fyrsta NHL stigið hans Seidenbergs.

Efir þetta skiptust liðin bara á að skora í 3. leikhluta og byrjaði heimaliðið á að jafna og var það fyrirliðinn Shawn Mceachern sem kom Trashers yfir og leikurinn mjög spennandi. Eins og ég sagði skiptust þau á að skora og voru það næst Flyers að verki með marki frá Mark Recchi og Flyers aftur yfir með einu. Fyrrum calgary Flame, Marc Savard, jafnaði svo aftur leikinn fyrir Trashers en í 3. skipti komust Flyers aftur yfir með einu með marki frá Mark Recchi og var þetta annað markið hans í leiknum.

Flyers eru að standa sig núna eins og er og eru komnir í 2. sæti í Austurdeildinni með 49 stig en Atlanta sitja ennþá á botninum með 25 stig. Hvernig væri nú að sjá Atlanta komast einhverntímann í úrslita sæti (1-8 sæti)?

Mig langar að minna á <a href="http://www.nhl.com/intheslot/watch/video/index.h tml"> NHL Video </a> þar sem þið getið séð allt það helsta úr leikjum. ;)

3 Stars:

- Mark Recchi (PHI), 2 mörk og þar á meðal sigurmarkið.
- Dennis Seidenberg (PHI), 1 mark og 2 stoðsendingar.
- Shawn Mceachern (ATL), mark og stoðsendingu.
x ice.MutaNt