Los Angeles Kings - 2
Leitt fyrir LA Kings en gott fyrir Dallas. Þessi lið mættust í gær (4. Jan) og með þessum sigri færðu Dallas sig ofar, eða í 1. sæti til að vera nákvæmari ;)
Það voru reyndar Kings sem byrjuðu á því að skora í þessum leik og var það Mathieu Schneider, varnarmaður Kings sem skoraði fyrsta markið í leiknum og reyndar það eina í 1. leikhluta. Bill Guerin svaraði svo fyrir Dallas með marki en Kings voru ekki lengi að hefna sín, Lubomir Visnovsky dúndraði pökknum inn til að gera stöðuna 2-1, Kings í hag. 2. leikhluti búinn og leikurinn helvíti spennandi.
Svo var það enginn annar en fyrirliði Dallas og slagsmálahundurinn hann Derian Hatcher sem jafnaði svo fyrir Dallas og voru það hann og Jason Arnott að verki. Jere Lethinen skoraði svo sigurmarkið stuttu eftir þetta til að gefa Dallas 2 stig og komast uppí 1. sæti.
Mike Modano (DAL) og Zigmund Palffy (LA) voru báðir með 2 stoðsendingar í þessum leik og eru þeir báðir stigahæstu mennirnir í liðum sínum. Modano er í 6. sæti yfir allt (overall) með 42 stig en Zigmund Palffy er í 38. sæti með 33 stig.
Eins og ég sagði eru Dallas í 1. sæti núna með 54 stig og Los Angeles eru í 9. sæti með 39 stig.
3 Stars:
- Jere Lethinen (DAL), skoraði sigurmarkið í leiknum.
- Mike Modano (DAL), var með 2 stoðsendingar í leiknum og þar á meðal með jöfnunarmarkið.
- Derian Hatcher (DAL), skoraði jöfnunarmarkið.
x ice.MutaNt