Merkið er hannað af honum sjálfum en teiknað upp af NIKE, sem var þá opinber styrktaraðili á landsliðsbúningum.
Merki ÍHÍ er byggt á eldi, ís, fálka og himni:
Á Ólympíuleikunum í Antwerpen í Belgíu árið 1920 var í fyrsta skipti keppt í íshokkí á Ólympíuleikum. Fyrstu Ólympíumeistarar heimsins í íshokkí urðu Kanadamenn.
Fyrir hönd Kanada lék lið FÁLKANNA frá Winnipeg, en liðið var þá Kanadameistari í íshokkí.
Í liðinu voru allir leikmenn að einum undanskildum, voru synir íslenskra innflytjenda, og báru íslensk nöfn. Það má því segja að við Íslendingar eigum okkar þátt í því að Kanada vann það frækna afrek að verða fyrstu Ólympíumeistarar heimsins í íshokkí.
Til þess að minnast þessarar sögu og til þess að heiðra minningu leikmmanana og félagsins, ákvað stjórn ÍHÍ að nota íslenska fálkann sem grunn í merki okkar íshokkímanna á Íslandi.
Það var ekki tilviljun að félagið hét Falcon, eða Fálkinn. Nafn félagsins minnti á íslenska fálkann, eitt helsta tákn frelsisbaráttu íslensku þjóðarinnar á seinnihluta 19. aldar.
Þá látum við eldinn undir jöklinum minna á Kanadalaufið (The Maple Leaf), til þess að minna betur á þessi tengsl við Kanada og fyrstu Ólympíumeistarana.
Við vonum að sagan þyki áhugaverð og að Íslendingar haldi á lofti minningu þessara miklu afreksmanna sem áttu sér rætur í íslensku þjóðlífi á einum mestu harðindatímum þjóðarinnar, á síðustu áratugum 19.aldar.
x ice.MutaNt