U20 gerir jafntefli við Spán! U20 ára landsliðið okkar Íslendinga gerði jafntefli við lið Spánverja í spennandi leik nú í dag.

Fyrsta markið kom frá Francisci Jose Hernades, sem skoraði fyrir Spán.
Enginn annar en Daði Örn Heimison skoraði jöfnunarmark þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar frá fyrra markinu.

Staðan 1-1

Ekki löngu síðar skoraði Akureyringurinn frái Jón Gíslason powerplay mark með stoðsendingu frá Ragnari Óskarsyni.

2-1..Ísland

Þegar 10 mínútur voru eftir af öðrum leikhluta skoraði Desiderio Perez mark fyrir Spán, einnig úr powerplay.

2-2..einn leikhluti eftir.

Gorka Echevarria skoraði fyrir Spán í powerplay snemma í öðrum leikhluta, það mark var fljótt að koma, aðeins á 46. sekúndum.

2-3..Spánn.

Aðeins tveimur mínútum seinna komust Spánverjar tveimur mörkum yfir með öðru marki frá Echevarria.

2-4..

En Brynjar Þórðarson kom Íslendingum á bragðið þegar hann skoraði þriðja mark Íslendinga þegar aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum.

3-4..

Þegar 30. sekúndur voru eftir af leiknum kipptu Íslendingar markmanni sínum útaf (Jón Trausti) og settu auka leikmann út.
Þetta margborgaði sig og enginn annar en Snorri Rafnson skoraði jöfnunarmark þegar 3. sekúndur voru eftir af leiknum!

4-4..jafntefli, Ísland komið með 1 stig í pokann, og næsti leikur á morgun..vS.Holland!

ÁFRAM ÍSLAND!
…hann var dvergur í röngum félagsskap