Leikmaður vikunnar að þessu sinni er markmaðurinn í liðinu The Mighty Ducks Of Anaheim. Einnig þekktur sem Jean-Sebastien Giguere.
Aðrir sem komu til greina sem leikmaður vikunnar eru eftirfarandi: Hægri vængur Vancouver Canucks, Markus Naslund (fimm mörk, tvær stoðsendingar í fjórum leikjum) og hægri vængur Los Angeles Kings, Zigmund Palffy (þrjú mörk, fjórar stoðsendingar, +4 stig í fjórum leikjum).
Giguere varði 26 skot í 3-0 sigri Anaheim gegn Whasington Capitals þann 11. Des. Og stöðvaði einnig 19 skot í 5-0 sigri þeirra á Pittsburgh Penguins, þann 15. Des.
Giguere hefur haldið markinu hreinu síðastliðna 10 leihluta og varið 74 skot á þeim tíma. The Mighty Ducks hafa einni skorað 12 mörk gegn engum á þessu 10 leikhluta tímabili.
The Mighty Ducks eru í öðru sæti í Pacific-úthlutuninni og áttunda sæti í Vestur-deildinni. Og munu þeir án efa reyna að halda áfram hreinu marki í komandi leikjum þeirra.