Pittsburgh Penguins - 2
Loksins unnu Pittsburgh leik eftir 10 leikja tap. Pittsburgh voru meðal efstu liðanna í byrjun leiktíðarinnar og er það allt Mario Lemieux, Alexei Kovalev og Alexei Morozov að þakka. Þeir voru bara óstöðvandi þá en eitthvað klikkaði hjá þeim og þeir hófu svo 10 tap leiki í röð. Það byrjaði allt 30 Nóv. á móti Boston Bruins.
Lemieux er efstur í stoðsendingum (assist) og stigum og það þarf mjög mikið til að jafna hann. Hann er með 40 stoðsendingar og næsti á eftir honum er með 27. Hann er með 56 stig og næsti á eftir honum er með 46 þannig að það sést hvað þarf mikið til að jafna hann eða fara framúr honum.
Penguins skoruðu ekki fyrr en mjög seint í 1. leikhluta og var markið frá risanum Steve Mckenna með stoðsendingum frá Milan Kraft og Alexei Kovalev. Svo í 2. leikhluta skoraði Martin Straka, sem er eiginlega nýkominn aftur á leikskrána hjá Penguins eftir að hafa verið meiddur í langan tíma en Lemieux og Kovalev voru með stoðsendingurnar í því marki.
“It has been a while for us,” Sagði Rick Kohoe, þjálfari Pittsburgh.
Joan Hedberg, markmaður Penguins, gerði 23 vörslur í leiknum og var þetta hans sjöunda útilokun eða “shut-out” á hans ferli.
Pittsburgh eru í 12. sæti í Austurdeildinni með 31 stig en Calgary Flames eru í 14. sæti í Vesturdeildinni með 26. stig.
Pittsburgh mæta Buffalo Sabres á mánudaginn 23 Des. og verður spenanndi að sjá hvort þeir vinni aftur.
x ice.MutaNt