Því miður fyrir strákana held ég að þeir verði að axla ábyrgðina sjálfir.
Auðvitað á ekki að geyma dótið í klefunum, nema okkur langi í nýjan galla og þetta er eina leiðin :)
Læsa þá inni í geymslunni, ég er viss um að allt væri bætt ef því væri stolið úr læstri geymslu, þá væri líka hægt að kæra málið sem innbrot.
Það tekur enginn ábyrgð á því sem hangir í klefunum, það er eigandinn sem skilur það eftir og lítið hægt að gera.
Í alvöru, skilja 130.000 kr. galla eftir í klefanum ?!? (hver átti hann aftur?), sem er í mesta lagi læstur meðan almenningur og leigðir tímar eru, og við vitum allir að starfsmenn hallarinnar tékka ekki alltaf á klefunum
Ekki man ég heldur eftir að hafa séð 50.000 kr. listskauta hanga uppi fyrir allra augum, kanski við ættum að fara að spá í hvers vegna oftast er stolið frá SR-hokkí.
Ég vona að strákarnir fái þetta bætt, ég veit bara ekki hver ætti að bæta þeim, og ég vona að þeir fari að ganga frá göllunum eftir æfingar.