jæja þá er leikurinn búinn í meistaraflokk kvenna, staðan 20-0 fyrir Birninum. Þetta var sannkarlaður burst leikur ef svo má kalla, en SR stelpurnar eru víst byrjendur og æfingin skapar meistarann…
Að vísu var mér ekki orðið rótt og sá framm á það að við næðum ekki að fara yfir SA í stigatöflunni því að ekkert mark var komið þegar að 13 mínótur voru liðnar af fyrstu lotu. Allt í einu á 14 mínótu fór allt að gerast og mörkin hrönnuðust inn. Þá fór allt að smella mjög vel saman hjá okkur stelpunum í Birninum og við vorum óstöðvandi. Á tímabili var skorað mark í hverri skiptingu og þetta var mjög auðvellt fyrir okkur. Annars veit ég lítið hvað ég get sagt meira, en SR stelpur gefið ekki upp alla von og haldið áfram að æfa ykkur.
Mörk/Stoðsendingar
Björninn: Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 7/1 Sigrún Agata Árnadóttir 4/1 Arna Fossberg Júlíusdóttir 3/2 Svandís Sigurdórsdóttir 2/1 Bryndís Bragadóttir 2/0 Rakel Gunnarsdóttir 1/1 Ásta Ýr Esradóttir 1/0
SR :
Brottvísanir
Björninn 14 mínótur (Rakel 8mín, Arna 6mín)
Sr 2 mínótu