Toronto Maple Leafs taka NY Rangers í gegn, 4-1 New York Rangers - 1
Toronto Maple Leafs - 4

Toronto eru farnir að láta finna fyrir sér og er augljóst að þeir ætla að komast í playoffs þetta árið. Þeir sýndu það í leknum gegn New York Rangers, þar sem þeir fóru illa með Rangers menn og sigruðu þá með 4 mörkum gegn 1.

Fyrsti leikhluti var þónokkuð spennandi og skoraði snillingurinn Mats Sundin þegar rúmlega 8 mínútur voru liðnar, eftir sendingu frá Mikael Renberg. Síðan þegar rúmlega 17 mínútur voru liðnar bætti Nikolai Antropov stöðuna fyrir Toronto með marki eftir sendingu frá Tomas Kaberle. Staðan var nú orðin 2-0 Toronto mönnum í hag og augljóst að Rangers þyrftu að gera eitthvað róttækt í málunum ef þeir vildu ekki tapa þessum leik. En þegar sirka hálf mínúta var til loka þessara leikhluta náði Mark Messier að skora eitt mark á power-play, og voru það þeir Eric Lindros og Petr Nedved sem fengu stoðsendingarnar. Staðan orðin 2-1 núna.

Í fyrsta leikhluta bar aðeins á refsingum og fengu sitthvort liðið 2 hvert. Þeir sem áttu heiðurinn af þessum refsimínútum eru eftir farandi; R. Fata NYR (hooking), E. Belfour TOR (slashing, tekið út af T Green), R. Fata NYR (tripping), T. Fitzgerald TOR (roughing).

Það sem myndi lýsa öðum leikhluta best er líklega orðið “Ofbeldisfullur!” Já, það var mikið um ruddaskap og slagsmál þær 20 mínúturnar. R. Petrovicky í NYR og T. Fitzgerald í TOR tóku sig til og fóru í allsherjar slagsmál þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Síðan voru einnig 2 aðrir úr sitthvoru liði sem nældu sér í refsingu í þessum leikhluta. En hins vegar voru engin mörk skoruð þannig að staðan var ennþá 2-1 fyrir Toronto þegar þriðji leikhluti var um það bil að hefjast.

Í þriðja leikhluta er helst frá því að segja, að Mikael Renberg skoraði strax mark fyrir Toronto þegar 1 og hálf mínúta var liðin, og var það Mats Sundin sem átti sendinguna. Síðan einni mínútu síðar kom Tie Domi og bætti öðru marki við fyrir Leafs, og var það eftir sendingu frá Jonas Hoglund. Það sem eftir leið leiksins var síðan tilkomulítill fyrir utan eina refsingu sem Toronto maðurinn B. McCabe fékk á sig fyrir interference.

Endaði leikurinn því með sigri Toronto Maple Leafs gegn New York Rangers, 4 - 1.

PowerPlay nýting: NY Rangers - 1 af 5, Toronto - 0 af 4.
Markmenn: NY Rangers, Dan Blackburn (25 skot á sig, 21 vörslur) Toronto, Ed Belfour (36 skot á sig, 35 vörslur)

3 star selection - by Aage:

1. Mats Sundin TOR - Eitt mark og ein stoðsending.
2. Ed Belfour TOR - 35 varin skot og 97% varnarhlutfall, gerði góða hluti við að halda markinu lokuðu.
3. Nikolai Antropov TOR - Eitt mark, og stóð sig almennt vel í þessum leik.