U20 ára landslið valið
Þá er búið að velja þá 19 drengi sem halda utan til Novi Sad í fyrrverandi Júgóslavíu. Þessir strákar hafa lagt mikið á sig undanfarið til þess að hljóta sæti í þessu liði. Þó að margir séu kallaðir eru fáir útvaldir, því ekki komast allir í liðið. Þeir sem heima sitja þurfa bara að bretta upp ermarnar og halda áfram að æfa, því röðin kemur einhvern tíma að þeim. SR á fjóra drengi í þessu landsliði og óskum við þeim, og öllum öðrum í U20, góðs gengis á móti Ungverjum, Hollendingum, Kínverjum, Spánverjum, Júgóslövum og Mexíkóum.
Þeir munu halda af landi brott annan dag jóla.
U20 landslið Íslands
Jón Trausti Guðmundsson
Rósar Örn Guðnason
Gudmundur Björgvinsson
Guðmundur B. Ingólfsson
Ragnar Óskarsson
Viktor Höskuldsson
Birkir Árnason
Þórhallur Viðarsson
Eirikur Eiriksson
Jón B Gíslason
Stefán Hrafnsson
Snorri Rafnsson
Daði Örn Heimisson
Brynjar F. Þórðarson
Arnþór Bjarnason
Jón Ingi Hallgrímsson
Trausti Bergmann
Hrólfur M. Gíslason
Ingólfur Kristinsson
P.S. þessi grein er rottuð að skautafelag.is