St. Louis Blues - 3
Detroit Red Wings halda áfram að vinna… fyrir utan jafnteflið við Dallas Stars á föstudaginn. Þeir eru búnir að vinna seinustu 4 leiki af 5 en eitt af þeim er jafnteflið. Detroit er núna komið í annað sæti í Vesturdeildinni með 37 stig og er rétt á eftir Dallas… Bara tveggja stiga munur.
St. Louis byrjaði á að skora í þessum leik í 1. leikhluta með marki frá Barret Jackman og voru ekki fleiri mörk í þeim leikhluta.
Brett Hull og Jason Williams komu svo Detroit yfir í 2. leikhluta en svo kom Scott Mellanby og jafnaði leikinn í 3. leikhluta og þá var orðin mikil spenna. Chris Chelios kom Red Wings yfir en Blues voru ekki lengi að svara fyrir sig með marki frá Petr Cajanek og var leikurinn sendur í framlengingu.
Það var svo nýliðinn hann Henrik Zetterberg sem vann leikinn fyrir Red Wings og eru Detroit núna komnir í 2. sæti.
Detroit Red Wings mæta svo Minnesota Wild og Columbus Blue Jackets í þessari viku og verður spennandi að sjá hvort þeir halda áfram að vinna (jafntefli er hálfur sigur, bæði liðin fá eitt stig) ;)
x ice.MutaNt