Dallas Stars - 3
Í gær (5. Desember 2002) mættust tvö af bestu liðum deildarinnar, Dallas Stars sem eru efstir í deildinni og Detroit Red Wings, Stanley Cup meistarar seinustu leiktíð.
Dallas Stars eru eina liðið í deildinni núna sem hefur aldrei tapað á heimavelli og ég giska á að það sé vegna Marty Turcos, markmanni Dallas en hann er búinn að standa sig þvílíkt vel í markinu og svo má ekki gleyma Mike Modano, Bill Guerin og Ulf Dahlen, en þeir spila á 1. línu Dallas og eru bara að “brillera”!
En allavega byrjaði leikurinn rólega og voru ekki nein mörk skoruð í 1. leikhluta en það var þó nokkuð um refsingar (penalties).
En það voru Red Wings sem byrjuðu að skora og var það Sergei Fedorov sem skoraði fyrsta markið og svo fékk Mathieu Dandenault víti (penalty shot) en klúðraði því og staðan var bara 1-0 eftir 2. leikhluta.
En í 3. leikhluta svöruðu Dallas fyrir sig með marki frá Bill Guerin og voru Modano og Sergei Zubov með stoðsendingarnar og staðan orðin 1-1. Kirk Maltby skoraði svo 5 mín. seinna til að gera stöðuna 2-1 f. Detroit en Dallas voru ekki búnir. Rob DiMaio og Pierre Turgeon skoruðu báðir í röð og komust Dallas yfir, 3-2.
En getið hver jafnaði leikinn fyrir Detroit… Það var brett Hull, fyrrverandi leikmaður Dallas og var það honum að þakka að Dallas unnu bikarinn '99 og lokastaðan í leiknum 3-3.
Dallas eru í 1. sæti í Vesturdeildinni með 39 stig og Detroit í 3. sæti með 35 stig.
Ég hefði samt viljað að Dallas hefðu unnið en ég sætti mig alveg við jafntefli og fengu bæði liðin eitt stig og Dallas halda áfram að vera ósigraðir á heimavelli. ;)
Heimildir: www.nhl.com
x ice.MutaNt