Brallaraspói Vilhjálms er farinn.
Já svoleiðis er það, Brallara kallinn fór án þess að kveðja kóng né prest (svo var mér sagt). Hann var ágætur, varði eins og berserkur á köflum og sumir segja að hann hafi verið stoð og stytta Bjarnarins í sigurleikjum þeirra. Sem sagt þeim 2 af 3. Bjarnarliðið er gríðarsterkt lið og lumar á fínum markmönnnum eins og honum Snæbba snaggaralega og Rósari rosalega svo að þeir ættu ekki að vera í vondum málum þó að hann snúi aftur til Canada.
Það er eitt skrýtið við þessa erlendu markverði sem að koma til Reykjavíkur að allir hverfa þeir, sporlaust. Akureyringarnir eru farnir að líkja skautahöllinni í Laugardalnum við Bermúda þríhyrninginn. Á seinustu árum hafa Lars, Loui, Kenneth og Bradley horfið eða hætt við og ég tel mig vita ástæðuna……….
En fyrst langar mér til að vita hvað þið haldið.