Leikmaður þessara viku er enginn annar en Joe Thornton, sem leikur með hinu geysigóða liði, Boston Bruins. En þeir eru að standa sig virkilega vel þessa leiktíðina, og eru efstir í Austurdeildinni með 34 stig. Joe Thornton átti stóran þátt í síðustu sigrum liðsins og á þar af leiðandi þennan titil vel skilið !
Aðrir sem einnig voru verðugir þessara titils eru eftirfarandi: Dan Cloutier markmaður Vancouver Canucks (3-0-0, 1.67 mörk á sig að meðaltali), Michael Nylander framherji Whasington Capitals (þrjú mörk, sjö stoðsendingar í fjórum leikjum) og Pierre Turgeon framherji Dallas Stars (átta stoðsendingar í fjórum leikjum).
Í leik Boston Bruins gegn Calgary Flames þann 26. nóv. nældi Thornton sér í +4 “frammistöðustig”(rating) og 3 stoðsendingar, sem leiddi til 7-2 sigurs heimamanna (Boston). Í leik gegn Montreal Canadiens þann 29. nóv. skoraði hann eitt mark og átti eina stoðsendingu og unnu þá Boston 4-2, einnig var það heimasigur. Síðast en ekki síst þá skoraði hann 2 mörk og fékk +3 “frammistöðustig”(rating) í leiknum gegn Pittsburgh Penguins, en þann leik unnu Boston með 3 mörkum gegn 2.
Thornton er í 3. sæti yfir stigahæstu leikmenn á þessari leiktíð með 33 stig (13 mörk, 20 stoðsendigar), í 23 leikjum og er með +14 “frammistöðustig”(rating).
Boston hafa nú unnið átta leiki í röð og mun ráðast hvort þeir halda áfram sigurgöngu sinni þegar þeir mæta St. Louis Blues, Atlanta Thashers og Tampa Bay Lightning. Í núverandi viku… !