Við erum með æfingaaðstöðu í Týssheimilinu hérna í Eyjum og það er líka fullkominn þreksalur og 4 búningsklefar þannig að þetta gæti ekki verið betra.
Æfingin byrjaði á því að við fórum að klæða okkur í hlífarnar, allir tilbúnir að spila fullt af hokkí. Við erum með frábær mörk sem Vestmannaeyjabær lét smíða handa okkur fyrir tveimur sumum og svo þegar Contact hélt smá mót hérna í eyjum að þá létu þeir smíða járnspjald í mörkin með göt í öllum hornunum til að skora í.
Æfingin byrjaði kl. 17:00 og byrjuðum við aðeins að skauta og leika boltann… svona smá upphitun. Svo skipti “þjálfarinn” (það mun vera ég) í lið og við spiluðum bara fyrstu æfinguna, aðeins að taka það létt vegna þess að við erum eiginlega allir ryðgaðir. ;)
Til að geta komið að æfa með okkur verður maður auðvitað að eiga skauta og svo dekkin verða helst að vera glær en þau mega alveg vera hvít, gul, appelsínugul og blá eins og nokkrir voru með. Skautarnir fara ekkert illa með dúkinn og það er bara frábært að skauta þarna.
Svo er það kylfan, hún verður að vera teipuð að neðan vegna þess að hún gæti skaðað gólfið ef maður tekur eitthvað fast skot og svoleiðis og ég verð að tala það fram að dekkin né kylfan eyðast ekki neitt þarna þannig að maður getur notað sömu dekkin og kylfuna endalaust, nema að maður brjóti kylfuna! ;D
En aftur að æfingunni:
Við skiptum í fjögur, þriggja manna lið og var þetta allt eftir aldurshópum. Við vorum akkurat sex strákar frá 15-18 ára og svo voru akkurat sex strákar 12-14 ára. Við stóðum okkur ekkert það vel vegna þess að við vorum að venjast dúknum og svæðinu en nokkrir okkar tóku smá tilþríf í tæklingum og mörkum. ;)
Ég verð að segja að við skemmtum okkur alveg frábærlega og þetta svæði er alveg fullkomið og ég ætla að fræða ykkur um það…
Þetta svæði er með dúk svona eins og í öllum íþróttahúsum og það er bara frábært að skauta á því, ef maður er með rétt dekk þ.e.a.s.
Það er gott grip svo hægist alltaf smá á manni þegar maður hættir að skauta sem er fínt vegna þess að völlurinn er umkringdur steinvegg sem svo þægilegur… Á gamla svæðinu okkar var alltaf opið fyrir aftan mörkin og ef maður hitti ekki á mörkin að þá þurfti maður að ná í boltann langt frá vellinum.
Þannig að ef maður lítur á þetta í heild að þá er þetta völlur með veggi allt í kring, búningsklefa og þreksal. Þetta gæti ekki verið fullkomnara. Ég tek með mér digital myndavél á næstu æfingu og tek mynd af þessu öllu saman ásamt okkur strákunum.
Svo auðvitað erum við með lið, og heitir það Jakarnir. Ég er búinn að hanna logo og fylgir það þessari grein. Já hlæið bara en ég á eftir að fínpússa það aðeins, ég var að leika mér í paint þegar ég gerði þetta og ég veit um manneskju sem getur hjálpað mér að gera það flottara ;)
Þannig að þar hafið þið það, inline-hokkí æfingar í eyjum og inline-hokkí lið, það fyrsta á Íslandi með fullkomna æfingaaðstöðu!
Ég kem með myndir af þessu öllu saman í næstu viku og þá sjáið þið þetta eiginlega en það er um að gera að koma bara til eyja í smá heimsókn og spila smá inline-hokkí. ;)
Æfingarnar eru á Miðvikudögum kl. 17:00 - 18:40 en það er bara til að byrja með og fáum við örugglega fleiri tíma eftir áramót.
Jæja, bara komið hokkí lið til eyja og vonandi á fleiri stöðum og við verðum bara að sjá til á komandi árum ;)
Áfram Jakarnir! ;)
x ice.MutaNt