
Tekst þjálfara Akureyringa að vekja þá af Þyrnirósarsvefninum eða munu heitir Bangsar ná að halda íslandsmeisturunum undir sæng???
Gaman gaman, nú eru allir leikir í deildinni nánast úrslitaleikir og skipta allir miklu máli fyrir liðin. Íslandsmeistararnir SA þurfa nauðsynlega að vinna þennan leik til að ná forustu á SR og Björninn þarf líka að vinna til þess að halda í við hin félögin.
Norðanmenn eru núna búnir að tapa tveim leikjum í röð og þurfa á því að hysja upp um sig brækurnar, ja eða bíta í skjaldarrendur. Þeir hafa ekki verið mjög sannfærandi í síðustu tveim leikjum.
Bjarnarmenn unnu síðasta leik á móti SA og vita því að þeir geta þetta, þeir verða alveg óðir eftir rassskellinn frá SR í síðasta leik.
Þetta verður gríðarlega spennandi. Tekst Sigga að vekja sína menn eða verða Zak og Breki búnir að stilla skotin áður en leikurinn hefst???
Ég segi bara: Meira hokkí meira fjör.