Ed Belfour hefur verið valinn leikmaður vikunnar 18.-24. nóvember
Markmaður Toronto Maple Leafs, Ed Belfour var valinn leikmaður vikunnar 18.-24. nóvember. Hann stóð sig mjög vel undanfarna 2 leiki og hélt hreinu marki gegn Boston Bruins og Philadelphia Flyers.
Þeir sem einnig komu til greina sem verðlaunahafar þessara titils voru; Sóknarmaður Carolina Hurricanes, Erik Cole (4 mörk, 3 stoðsendingar, +5 stig í 3 leikjum). Sóknarmaður Pittsburgh Penguins, Mario Lemieux (2 mörk, 8 stoðsendingar í 4 leikjum). Og markmaðurinn í Edmonton Oilers, Tommy Salo. Allir verðugir sgurvegarar, en Belfour verðugri ;)
Belfour gerði sitt 60. og 61. “shut-out” á ferli sínum, sem jafnaði með Patrick Roy's, markmann Colorado Avalanche. Hann varði 29 skot gegn toppliði austur-deildarinnar, Boston Bruins. En sá leikur fór 2-0 Toronto í vil. Einnig stöðvaði hann 25 skot í viðureign Toronto gegn Flyers, en sá leikur endaði með slátrun hjá Toronto sem unnu Flyers menn 6-0 !
Þetta mun vera í 5. skiptið sem Ed Belfour hreppir þennan titil, en það átti sér fyrst stað í desember 1997, En þá var hann leikmaður Dallas Stars.
Ég er mjög ánægður með þetta, enda alltaf gaman þegar Toronto gerir góða hluti ! :D