Við í eyjum erum komnir með æfingaaðstöðu fyrir inline hokkí en ég talaði við Vestmannaeyjabær og Íþróttaráðið og eftir u.þ.b. mánuð eða svo erum við hokkí strákar í eyjum komnir með æfingaaðstöðu til að spila hokkí á línuskautum á veturna!
Núna er Sjónvarpið farið a sýna frá hokkí í sjónvarpinu og það er hægt að æfa hokkí í eyjum… bara hvað er að gerast á Íslandi! Ég gæti ekki verið ánægðari því nú get ég sagt: “Ég er farinn á hokkí æfingu!” Hehehe svo eftir æfinguna hendir maður sér bara fyrir imbann og horfir á eitt stykki NHL leik… Í beinni!
Þetta er ekki mikið sem við fáum en það er þó byrjun. Við fáum tvo tíma á viku, eða æfingin hjá okkur er á miðvikudögum kl. 17:00 - 19:00. En ég tek það aftur fram að þetta er bara byrjun og kannski eftir nokkra mánuði fáum við fleiri tíma og flytjum okkur kannski uppí Íþróttamiðstöðina, en hún er aðeins stærri. Við æfum í Týssheimilinu hérna í eyjum og þetta er bara frábært. Að fara á hokkí æfingar og geta horft á NHL leiki… Þetta gerist ekki betra (nema íshokkí höll komi til eyja). :D
Ef þið eruð að velta fyrir ykkur hver þjálfarinn er hérna þá er það ég… Hehe hlæið bara en ég er með mestu reynsluna hér í eyjum svo reddaði ég líka svæðinu en það verður kannski smá æfingar… Við spilum bara mest en ef það koma einhverjir sem kunna ekkert þá þjálfar marr bara þá… :D
En hvernig líst ykkur á þetta ha? Það er hægt að æfa hokkí í eyjum! Eða inline-hokkí til að vera nákvæmari. Svo er bara um að gera að skella sér til eyja og kíkja á þetta someday… Við getum allavega alltaf spilað, á sumrin og veturna :D
x ice.MutaNt