Toronto Maple Leafs hafa átt í erfiðleikum með að vinna upp á síðkastið. Sama gildir um Buffalo Sabres sem hafa ekkert verið að standa sig hvort sem það er á heimavelli eða á útivelli. Þessi leikur hlaut þá að skera út um hvaða lið myndi taka sig á og vinna loksins leik, og rétta þá vonandi úr kútnum og hífa sig upp stöðuna.
Alexander Mogilny stóð sig með prýði fyrir Toronto og skoraði heil 2 mörk, á meðan Ed Belfour varði 35 skot, þar á meðal nokkur í endinn sem skiptu sköpum um úrslit þessa leiks.
Það fór á þann veg að Toronto höfðu sigur úr bítum með 3 mörkum gegn 2 hjá Buffalo. Þetta tap hjá Buffalo lengdi tap tímabilið þeirra í 10 leiki, sem er lengsta tap tímabil sem þeir hafa haft í 11 ár. Þar að auki eru þeir í neðsta sæti í Austurdeildinni þannig að þeir ættu nú að fara hugsa sinn gang og reyna bæta sig áður en það verður um seinan fyrir.
Það dró lítið til tíðinda fram að 15. mínútu 1. leikhluta en þá skoraði Stu Barnes fyrir Buffalo, eftir sendingu frá Miroslov Satan og Dmitri Kalinin. Einnig skiptu liðin á milli sín 14 refsimínútum þennan leikhlutan en Toronto fengu 4 refsingar á meðan Buffalo fékk 3.
2. leikhluti var hins vegar mun skrautlegri og hafnaði pökkurinn þrisvar í neti Buffalo manna á þeim 20 mínútum. Fyrsta markið kom frá Mikael Renberg, eftir sendingu frá Jonas Hoglund ásamt Jyrki Lumme. Næstu tvö mörk voru hins vegar Alexander Mogilny að þakka, og áttu Bryan McCabe, Mats Sundin og Robert Svehla einnig þátt í þeim mörkum með stoðsendingum sínum. Þá voru Buffalo menn orðnir ansi æstir og fengu á sig 4 refsingar á meðan Toronto menn tóku því rólega og létu 1 nægja.
Reyndar náðu Buffalo menn að skora einu sinni í 3. leikhluta, en því miður fyrir þá, var það ekki nóg til að jafna né sigra. Tim Connoly átti heiðurinn af því marki ásamt J.P. Dumont og Dmitri Kalinin, sem sáu um stoðsendingar. Aðeins voru 3 refsingar í þessum leikhluta og komu þær allar niður á Toronto mönnum. Þeim hefur augljóslega verið mjög í mun að halda þessari forystu og þá hefur væntanlega færst harka í leikinn.
Buffalo eiga augljóslega við einhver agavandamál að stríða því 2 af 3 mörkum Toronto's voru “powerplay” mörk. Sem þýðir að Buffalo menn hafa verið manni færri þegar þessi mörk áttu sér stað.
Ég er fegin því að Toronto hafi unnið þennan leik, enda finnst mér leiðinlegt að sjá þá svona neðarlega í deildinni. Vonandi að þeir muni nú koma sterkir til leiks í framtíðinni og hífa sig upp um nokkur sæti.
Three Star selection by Aage:
1. Alexander Mogilny (TOR) - 2 mörk sem skiptu sköpum í þessum leik
2. Dmitri Kalinin (BUF) - 2 Stoðsendingar sem hjálpuðu til við að halda Buffalo inni í leiknum, en dugðu samt ekki til sigurs.
3. Ed Belfour (TOR) - 35 vörslur og 95% varin skot, átti stóran þátt í sigri Toronto manna í þessum leik með því að verja nokkur hættuleg skot í endinn.