Dallas rústa Washington, 6-1 Dallas Stars - 6

Washington Capitals - 1

Sko ég vissi að Dallas myndu standa sig þessa leiktíð ;)

Dallas byrjaði á því að skora í leiknum er Scott Young og Pierre Turgeon skoruðuð bæði mörkin fyrir Dallas og staðan var orðin 2-0 eftir einn leikhluta.

Washington náði samt að skora mark og var það Kirk Miller, fyrrum leikmaður Dallas, sem skoraði það með stoðsendingum frá Sergei Gonchar og Jaromir Jagr og staðan var orðin 2-1 fyrir Dallas.

Washington náðu ekki að skora fleiri mörk í leiknum og var það bara Dallas það sem eftir var.

Bill Guerin breytti stöðunni í 4-1 er hann skoraði tvö mörk í röð í 2. leikhluta og var Mike Modano með stoðsendingar á báðum mörkunum.

Það var ljóst að Washington voru búnir að tapa þessum leik þegar Dallas bættu við 5. markinu er Brenden Morrow skoraði með stoðsendingu frá Niko Kapanen og svo kom Jere Lethinen og kláraði þetta með því að bæta við 6. markinu.

Dallas Stars eru núna efstir með 24 stig í Vesturdeildinni en Washington eru í 6. sæti með 17 stig í Austurdeildinni.

3 stjörnur kvöldsins:

- Pierre Turgeon (DAL), var með mark og stoðsendingu og þar á meðal sigurmarkið.
- Marty Turco (DAL), leyfði bara eitt mark á sig í öllum leiknum.
- Bill Guerin (DAL), skroaði tvö mörk í leiknum.

Önnur úrslit:

San Jose Sharks - 2
Atlanta Thrashers - 3
———————-
Florida Panthers - 1
Philadelphia Flyers - 1
x ice.MutaNt