Jæja núna koma markamaskínurnar saman hérna í höfuðborg hörkunnar Reykjavík og munu hefja leik á laugardaginn klukkan 20.00.
Þetta verður spennandi leikur því að óstaðfestar fréttir herma að Brekatígurinn, Rússneski hlaupa björninn, Siggi flug, Snorri “gamli” og Pókémoninn froðufella eru æfir reiði út af markaleysinu seinustu helgi.
Brekatígurinn hefur gólað af sorg og markagreddu alla vikuna svo að heyrst hefur til hans alla leið suður í Hafnarfjörð. Pókémoninn(Bradley Willestone) hefur verið í strangri þjálfun hjá Pókémon þjálfar sínum alla vikuna svo að hann kemur sterkur til leiks.
Þetta verður erfiður leikur fyrir Trausta því að hann á eftir að fá góða útreið frá Bjarnarmönnum(heyrst hefur að skipta þurfti um net í markinu 3svar sinnum vegna stanslausra skotæfinga Bjarnarmanna ;Þ)
SA menn koma til með að tefla fram fullskipuðu liði og verða “erfiðir” eins og vanalega.
Ég sé fyrir mér hörkuspennandi leik sem enginn ætti að missa af.