Los Angeles Kings - 2
Að heyra einhvern líkja leikmann hjá Minnesota Wild við Brett Hull, Pavel Bure og Alexander Mogilny er mjög ólíklegt en Marian Gaborik tókst það er hann skoraði þrennu (hat-trick) í 5-2 sigri þeirra á Los Angeles Kings.
Gaborik skoraði fyrsta markið í leiknum í 1. leikhluta eftir stoðsendingu frá Cliff Ronning en nýliðinn Alexander Frolov jafnaði seinna í leikhlutanum og staðan í fyrsta hléinu var 1-1.
En Gaborik var ekki hættur, hann tók aftur forystuna í 2. leikhluta er hann skautaði eftir vinstri væng og skaut “snap-skoti” fram hjá Jamie Storr, markmanni LA Kings.
Eftir tvo leikhluta var staðan orðin 2-1, Wild í hag.
Í 3. leikhluta komust Wild í 3-1 með marki frá Cliff Ronning en hann fékk stoðsendingu frá Pascal Dupuis.
Jaroslav Modry gerði stöðuna 3-2 stuttu seinna með powerplay marki en Gaborik útilokaði möguleika Kings um að vinna þennan leik er hann gerði stöðuna 4-2 er Kings tóku markmanninn útaf og Gaborik náði að skjóta og skora.
Aantti Lakksonen gerði svo stöðuna 5-2 þegar 6 sekúndur voru eftir en hann skoraði líka á auðu marki.
3 stjörnur leiksins:
- Marian Gaborik (MIN), skoraði þrennu í leiknum og er einn af stigahæstu mönnum deildarinnar.
- Cliff Ronning (MIN), var með mark og 2 stoðsendingar í leiknum.
- Pascal Dupuis (MIN), var með 3 stoðsendingar í leiknum.
Önnur úrslit:
Calgary Flames - 4
NY Islanders - 2
———————
Vancouver Canucks - 4
Colorado Avalanche - 2
x ice.MutaNt