Nú er kominn nýr kubbur í gagnið, og ber hann heitið Fróðleikshornið. Markmið hans er að fræða og leiðbeina þeim sem óska þess með auðveldum og aðgengilegum hætti.
Stjórnendur koma til með að senda inn greinar á Fróðleikshornið en einnig vel valdir notendur. Þeir notendur sem koma til með að senda inn greinar verða að vita hvað þeir syngja, og er æskilegt að þeir hafi verið virkir á áhugamálinu.
Þeim notendum sem veitt er réttur til skrifta á þessum nýja kubb eru því með frjálsar hendur varðandi skrif sín. Greinar þeirra þurfa ekki að hljóta samþykki stjórnenda en þurfa samt sem áður að innihalda fróðleik varðandi hljóðvinnslu.
Þeir notendur sem hafa áhuga á að skrifa á fróðleikshornið hafið samband við stjórnendur, og þið þurfið að sýna með einhverjum hætti að þið séuð nógu fróðir til að fræða aðra.
Kv. Stjórnendu