Já hér ætla ég að skrifa stuttan texta um þennan frábæra hljóðnema Shure SM7B.
Þetta er í mínum huga svona sá hljóðnemi sem fólk veit ekki af og fer framhjá flestum að ég held.
En hér er á ferðinni háklassa dýnamískur gæðahljóðnemi frá Shure. Veit ég t.d. að Bruce Springsteen tók upp síðustu plötuna sína “Magic” með þessum hljóðnema.

Hann er vissulega með mun flottara sound heldur en t.d. SM58 og sambærilegir hljóðnemar.

Hann er nokkuð stór og flottur og vegur 765.4 grömm, ath það er ekki gert ráð fyrir því að haldið sé á honum með höndunum þegar verið er að nota hann. Alfarið mic til þess að hafa á stadífi.

En þetta er já besti dýnamíski micinn sem ég veit um og mér finnst hann vera eitthvað svo falinn og ég hef alltaf sagt að þetta sé sá hljóðnemi sem fólk veit ekki af.

En þessi hljóðemi er samt sem áður einn allra vinsælasti útvarpshljóðneminn í bandaríkjunum og er nær undantekningarlaust að maður annahvort sjái Shure SM7B eða þá Electro Voice RE20 í útvarpstúdíóum og eru þeir alveg á toppnum í LIVE útvarpsútsengingum og eru alltaf að slást um toppsætið.. Hvort sem á að fara að nota hann í útvarpsútsendingu eða bara til að taka upp tónlist þá er hann kjörin í hvorttveggja.

Þannig ég vildi hér með vekja athygli á þessum skemmtilega mic Shure SM7b. Hann fæst í tónabúðinni og kostar 48.890.

Tveir svampar fylgja með, annarsvegar frekar þunnur svampur sem fær micinn til að hafa þetta sívalningsútlit. Og hinsvegar fylgir líka með stærri “feitur” svampur og þá fær micinn mjög týpískt útvarpshljóðnemalúkk á sig.

Ég á svona sjálfur og hann fær mín persónulegu meðmæli…

Shure SM7B er dýnamiskur mic og þarfnast því ekki Phatom Powers.

Gleymum ekki þessum frábæra mic :)

Nánar…
http://www.shure.com/ProAudio/Products/WiredMicrophones/us_pro_SM7B_content
Cinemeccanica