8pre kortið frá Mark of the Unicorn.
Kortið inniheldur 8preampa og 2 ADAT rásir. Það má tengja við tölvu með firewire og má taka þannig taka upp 8 rásir á 24-bit, 96kHz.
Við kortið má bæta við 16 rásum gegnum lightpipe. Og má líka nota kortið sem converter ef það er ekki tengt við tölvu, og tengja það beint í annað kort.
Svo er auðvitað Midi IN/Out
Stór kostur við kortið eru auðvitað 8 preampar, og að það er sér Phantom Power(+48v) takki fyrir hverja rás. En micar eins og t.d. Shure SM57 hljóma mun verr ef þeir fá “óþarfa” phantom power.
Helsti gallinn við kortið er að það eru aðeins 2 output (plús headphone output), en auðvitað má hækka þá tölu upp í 18 með ADAT converterum.
Kortið kostar 59.900 í hljóðfærahúsinu í reykjavík.
Ég myndi segja að þetta kort væri mjög góður starter pack fyrir þá sem vilja taka upp heila hljómsveit, því að hægt er að nota 8 rásir fyrir trommur (Bassi,Snerill,Tom1,Tom2,Floor1,Floor2,Ovr1,Ovr2)
Semsagt “Standard” sett og einum mic betur en það.
Svo þegar maður vill fara að taka upp fleiri rásir getur maður einfaldlega keypt sér einhvern góðann preamp með lightpipe útgang.