Æji nennti ekki að hafa herbergið mitt lengur á forsíðunni, þannig skaut eina (okey reyndar 12, en notaði bara eina) mynd af öðrum glæsilega solaris micnum mínum.
En já, þetta er annar af tveimur Solaris micunum mínum.
notaði annann þeirra á móti M-Audio Luna (sami micinn nema Solaris er multi pattern (og sándið í honum er örlítið tærara eftir ransóknum mínum:P) sem overheads í upptökum sem ég póstaði hérna.
Keypti mér svo seinni micinn í byrjun janúar.
Þeir voru helst keyptir sem overheads, en munu einnig vera notaðir til að taka upp söng, Pan-Flautu (kærastan actually pantaði sér panflautu fyrir 15 þúsund kall) og kassagítar.
Kunningi minn var reyndar spenntur fyrir að prufa hann á bassatrommu (hann hefur verið að nota AKG c4000 með góðum niðurstöðum) og hugsa ég að það sándi ágætlega (ætla samt að double tékka að micinn eigi að þola það)
En já, fínir micar sem ég reikna með að nota mjög mikið. Koma líka í nokkuð góðri tösku (eins og sést á myndinni) þó að mér finnist reyndar töluverður galli að shock-mountið komist ekki með í töskuna, en shock-mountið er mjög þægilegt, og engin hætta á að micinn detti úr því (ólíkt AKG c2000 sem að “sitja” bara ofaní) og er hægt að hafa þá á hvolfi, auk þess sem að það er sterkbyggt (úr járni) svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að brjóta það.
Úff, þvílíkt þvaður um einn helvítis mic !!