Þetta eru 30x30x42cm þríhyrningar úr 80kg/m**3 þéttri steinull, frá gólfi og upp í topp (á eftir að klára vinstra hornið, nennti ekki að byrja á nýrri einingu þetta skiptið)
Klæði svo yfir þetta með efni úr rúmfó og set einhverja trélista til að halda efninu við.
Gaffaði þetta tímabundið við vegginn svo eg gæti klárað að stafla þessu.
Í þessar gildrur eru að fara rétt tæpega einn og hálfur pakki af steinull (7.5cm þykk) og kostaði pakkinn um 4600kr (7.5cm þykk, 80kg/mm**3 veggull úr Byko)
Staflaði neðri hlutanum upp um daginn (eins hátt og þetta hélst án viðhalds) og heyrði strax mjög mikinn mun í Bass-response hjá mér. Fór að greina mun betur nóturnar í bassatíðnum og hvað var að gerast.
Ætla að senda inn fljótlega grein með ýmsum upplýsingum um hvað fólk getur gert til þess að bæta mónitoraðstöðuna hjá sér.
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF