Var að tilraunast aðeins með míkrafónstaðsetningar áðan. Var að keyra DI gítarsignal gegnum Reamp inní Vox AC50, með cabinetið í næsta herbergi. var með þessa þrjá SM57 til að prufa mismunandi staðsetningar, og færði svo solarisinn til.
Gaffið á cabinetinu var sett a eftir að ég tók upp (til að merkja staðsetninguna á miðju micnum, sem sándaði að okkar mati lang best) svo að það var ekki að hafa áhrif á upptökur.
Þriðji SM-inn frá þessu sjónarhorni var akkurat á miðri keilunni, eða átti amk að vera það, maður sér ekki gegnum grillið á boxinu svo það er kanski ekki alveg 100% (12" keila)
Sendi kanski inn hljóðprufur úr mismunandi micum fljótlega. og ásamt hljóðprufu þar sem solarisinn var helmingi lengra frá (herbergið sem ég var að gera þetta í er reyndar alls ekki gott, svo að það er kanski ekki alveg að marka hann jafn mikið.
Ætlaði svo að taka þetta lengra fljótlega, gera tilraunir með að halla micunum og hafa þá mislangt frá
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF