það er bara bitrate á lögunum sem lækkar þegar maður setur á myspace, það breytist ekkert soundið sjálft…
Hmm…veistu yfir höfuð hvað bitrate er? Bitrate er stafrænt hugtak sem segir til dæmis um hversu mörg bitrate lag er að spila á hverri sekúntu, því fleiri kilobit lagið spilar, í þeim mun meiri gæðum er lagið sem spilað er. Þú átt til dæmis að heyra mikinn mun á 256 kb/s og 128 kb/s og mig minnir að iTunes rippar í 128. Myspace hinsvegar er með tónlistina hjá sér í 50-100 kb/s. sem ekki er ákjósanlegt að hlusta á mjög fræðilega.
Afleiðingar lítils bitrate eru að lag tapar dýnamíkinni, vissar tíðnir lags minnka, þá einkum bassatíðnir og lagið er eins og að hlustað sé á það í litlum tölvuhátölurum. Til að þú getir prófað þetta sjálfur getur þú skellt geisladisk í tölvuna hjá þér og inportað lagi af honum í Cubase eða eitthvað sem þú notar, og hliðina á því getur þú látið lag sem þú hefur downloadað á netinu sem er mjög líklega í 128 kb/s. Svo þegar þú sérð waveformið sérðu að það eru greinilegar bylgjur í höggum og köflum lagsins sem var á geisladisknum en lagið sem þú downloadaðir er bein lína, út í gegnum lagið, nema það komi hægur og rólegur kafli.
Svo jú, svo það sé á hreinu, þá hefur bitrate áhrif á lagið sjálft og Myspace suckar í gæðum mælt.
En ég ætlaði nú ekki að vera að eipa eitthvað á þig, síður en svo, en ég á bágt með að trúa því að lagið teljist flatt að einhverju leiti þegar það er komið í einhver gæði, af vissum ástæðum.
Bætt við 28. mars 2007 - 00:25 Ég á líka lagið á disk, allar rásir timekóðaðar og aðskildar, ef þér langar að mixa það betur, hver veit, kannski ert þú sérfræðingur eftir allt saman. :)