Jæja, sumir hér hafa heyrt mig tala um þessa aðferð að setja mica fyrir aftan gítarmagnara til að fá meiri botn í gítar soundið, hér reyni ég að sýna hvernig micarnir eiga að vera staðsettir.
Oftast finnst mér best að nota low budget condenser mica í þetta (þessir dýrari skila soundinu “of góðu” og þá fær maður ekki alveg sama effect í soundið). Auðvitað þarf einnig að mica gítar magnarann að framan og svo mixar maður þetta saman til að finna “sweet spot”-inn á soundinu.
Eins og ég nefni þarna á myndinni þá er hentug fjarlægð um 8-12 cm á milli micsins og keilunar, þetta virkar ekki á lokuðum gítarmögnurum, einungis á hálf-opnum eða opnum gítarmögnurum.
Ég hef aldrei reynt þetta á bassa svo ég veit ekki hvernig þetta kemur út á þeim.
Ég ætlaði að koma með hljóðdæmi en þar sem tölvan mín er í viðgerð þá get ég ekki tekið það upp fyrir ykkur, það verður bara að koma seinna, eða að þið prufið þetta bara sjálf. :)
Micarnir sem eru þarna fyrir aftan á myndinni eru Shure SM57 og Behringer B-1.
Ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega látið þær koma. :)
Myndinn er tekinn á myndavél sem er innbyggð í síma þannig að gæðin eru ekki alltof góð, en við lifum það af. :)