Þó svo að Yamaha var fyrsta fyrirtækið að setja svona vöru á markað svo ég viti þá hefur þessi hugmynd verið lifandi í sumum stúdíóum í nokkra áratugi. Ég hef ekki heyrt mikið af þessu notað í live hljóð, en þetta er aðallega notað í upptökur. Upprunalega hugmyndin var sú að skapa mjög djúpt og þykkt sánd á páku trommusettsins(Floor Tom) með því að taka keilu úr ‘dýptarboxi’, þ.e. Bassaboxi eða neðstu keilu PA box. Þá var hlutverki hennar snúið við og gerð að “míkrafón” því eins og sumir vita eru míkrafónar og hátalarakeilur andstæður og kannski hafa sumir byrjað upptökuferil sinn með því að tengja heyrnartól í mic tengið á tölvunni.
Keilan var því tekin úr boxinu og fest á neðri hluta pákunar, og tók því við titringi frá trommunni þegar “wooferarnir” á keilunni hristust. Þá skapaðist mjög sérstakt sánd sem erfitt er að ná annarsstaðar.
Yamaha menn komu með ‘SubKick’ á markað í kringum árþúsundin og var þetta þá svo ég viti til fyrsta fjöldaframleiddi ‘SubWooferinn’ með þennan megintilgang.
Einnig er eitthvað um það að þetta sé notað á fremri hluta bassatrommu til að ná svipuðu sándi og eins og nafnið bendir til, er þetta víst hannað fyrst og fremst í þeim tilgangi að nota á bassatrommu við upptökur.
Þetta fyrirbæri ‘SubWoofer’ er ekki erfitt að búa til, bara spurning um víratengingar, svo ég hvet ykkur til að prufa svona ef þið hafið tækifæri til. Forðist fjöldaframleiðslu, MAKE YOURSELF!