þetta eru svokallaðir triggerar. þá seturu á trommurnar og tengir svo í heila. í heilanum getur þú stillt sándið í trommunni, til dæmis bara það að það eru um 180 hljóð fyrir allavega sneril og bassatrommu í ddrum heilanum, og svo geturu stillt hvað heyrist hátt í hverri trommu, hvað hún lifir lengi og allt það, jafnvel hvernig hún er stillt. á heilanum eru (að ég best veit) 3 tom input, 1 snare, 1 bassatroma og svo held ég 4 aux input sem þú getur verið með hvaða trommu sem er á.
Þetta er mikið notað af trommurum fyrir live spilamennsku sökum þess hve auðvlet er að mixa þetta út úr kerfi. þú getur eq-að aðeins í heilanum og svo náttúrulega líka á mixer. Svo eru til dæmi um það að menn noti þetta bara t.d. á bassatrommur, og þá er það hægt ef menn eru með 2 bassatrommur að mæta með aðra basastrommuna sína á staðinn sem verið er að fara að spila á, ef þar er sett þar að segja, og sett triggerana á báðar trommurnar og þá hljóma þær nákvæmlega eins, óháð hvernig þær eru stilltar í raunveruleikanum:) vona að þetta útskýri eitthvað
afsakið innsláttarvillur ef einhverjar eru.