Hvað áttu við? ertu þá að spurja hvort það sé betra að hafa Pro Tools HD system í staðinn fyrir t.d. Digi 002? ef svo er er svarið JÁHÁ! Með HD systeminu getur þú fengið allt að 128 analog rásir inn í einu, bunch af Midi og möguleikarnir eru eiginlega ótæmandi. Hinsvegar ef þú ert að meina hvort það sé betra að hafa outboard effecta og dót í staðinn fyrir að hafa effectana í einu forriti er það smekksatriði. a)fer eftir því hversu gott forrit þú ert með og b)sumum finnst virkilega gott að geta sparað pláss og haft “outboards” inní tölvunni. Öðrum finnst gamla góða lampasándið úr Preömpunum og plássfreku rackarnir æðislegir. Þetta er spurning um smekk og hvernig vinnuumhverfi þú kýst.