Virðist virkilega þægilegt.
Fór samt í flottasta og þægilegasta stúdíó í heimi í starfskynningu einusinni. Sindri í Seabear á það skilst mér og þetta er í raun bara eitt meðalstórt herbergi (10-14fm) sem var dauflega lýst upp og með trommusetti, mögnurum og svona nokkuð þétt upp raðað og svo einangraðir veggir. Þar inn af var pínulítið control room sem innihélt tölvu og eitthvað svona grunndrasl. Soundið úr þessu stúdíói var hins vegar fullkomið, þetta var mjög pro og allt svona.