Er ekki þessi Mustang með line out?
Ég er frekar smámunasamur að öllu jöfnu þegar kemur að gítarupptökum en stundum þegar ég er að flýta mér að koma hugmynd inn á tölvuna þá nota ég line out á litlum Roland Microcube magnara beint í hljóðkortið og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hljómar það í rauninni barasta alveg fjandi vel.
Smáatriði sem er vert að hafa augu / eyru með þegar þú tekur upp í tölvu er að láta aldrei upptökurnar fara í rautt þeas að upptökurásin sé ekki of hátt stillt, hér á árum áður þegar ég var að taka gítar upp inn á fjögurra rása teip þá hafði ég upptökurnar alltaf aðeins of háar til að fá kompressjón frá teipinu en í stafrænu umhverfi gerist slíkt ekki, of há upptaka = stafræn bjögun = verulega ljótt sánd.
Ég reikna með að þú sért að taka upp inn í einhverskonar hljóðvinnsluforrit eins og Abelton Live eða þvíumlíkt, hér er slóð á impulse response VST, sæktu þetta og installaðu því sem VST í hljóðvinnsluforritinu þínu. Það sem þú getur svo gert við þetta er að þegar þú ert búinn að taka upp gítar þá opnaru þetta forrit á gítarrásinni og velur viðeigandi “hljóðumhverfi” það getur verið td Vox AC30 magnari tekinn upp með Neumann hljóðnema eða 4X12Marshallbox mækað með Shure SM57, ég get næstum því lofað þér því að gítarinn muni hljóma töluvert mikið betur.
Impulse Response =
http://www.plektronfx.com/ircab.php