Ég er að fara að hella mér aftur yfir í tónlistarupptökur og svoleiðis og er að fara að nota pro tools aftur eftir nokkura ára aðskilnað.

Mig langaði til að forvitnast um hvaða virtual instrument ég ætti að fjárfesta í, spila á píanó/hljómborð svo það verður ekki erfitt að gerast one man band með einhver djúsí vitual instrument.
Eitthvað sem þið mælið með?

Einnig var ég að spá í hvort það sé til einhverjar svona lúppur sem maður getur svo breytt um tóntegund á til að setja saman tónlist.
Þannig maður þurfi ekki endilega að spila allt inn sjálfur heldur getur lænað saman lúppum en stillt bara á þeim í hvaða tóntegund viðkomandi lúppa á að vera.
Ef maður nennir ekki að spila allt inn “handvirkt”

Eitthvað sem þið mælið með?
Er búinn að semja soldið af lögum sem ég á í bara crappy demo upptöku, langar að fara að gera eitthvað alvöru úr því, þetta er svona pop/dance fílingur.

Btw þá er ég að hugsa um að setja pro tools upp á pc vélinni minni sem er mjög öflug (mun öflugari heldur en macbook pro vélin mín)
Cinemeccanica