fannst þetta vanta svar, tæknilega séð, einsog bransinn liggur eru þessar diplómur tæknilega séð ekkert viðurkenndar nema bara að því leiti að sum fyrirtæki vilja ekki ráða fólk nema það geti sýnt framá að það kunni á búnaðinn sem það á að nota og hafi grunnþekkingu í hljóðvinnslu, þó veit ég að pro sieben í þýskalandi neita alfarið nýju starfsfólki nema það sýni fram á diplómu frá SAE eða sambærilega.
ég er ekki viss heldur hvernig er með hljóðtitlana á íslandi en ef ég heyrði rétt má hver sem er kalla sig hljóðmann, en hljóðtæknir má eingöngu kalla sig ef maður hefur lokið viðurkenndu námi, hvort sem það er rétt eða ekki - þá er þetta viðurkennt nám :P
Alchemea er einn besti tengdi skóli í hljóðvinnslu í London sem þú getur fundið, og ef þig langar í nokkurnvegin gulltryggt starf að námi loknu - þá geturu skellt þér á live kúrsinn og ef þú sýnir smá lit þá ertu byrjaður að fá hin og þessi kvöld/jobb áður en þú lýkur námi :)
Má til gamans geta að Avid er í sérstöku sambandi við hann og allt pro-tools nám er meira og minna alfarið á þeirra vegum í London.
má líka nefna að þér er hent í stúdío strax á viku 3 ef ég man rétt og átt þína 8 tíma í stúdíó í viku út námstímann, byrjar á soundcraft 1624, ferð svo yfir á SSL G4000 series (eitt mesta legend mix desk ever) með 2" tape og held það sé verið að setja upp HDX rig núna, og endar svo á Euphonix CS3000 held ég að þa heiti, svo er líka syntha herbergi þar sem er nord lead 2, access virus og eikkað af meiri classic gear…
Svo eru kennararnir allir drullumagnaðir..
svo learning curvið er líka svo miklu brattara ef maður fer í svona skóla, getur tileinkað sér fullt af tíma í að læra og leika sér að gera eikkað sem manni finnst gaman, í staðin fyrir að vera youtuba eikker mis-áreiðanleg video um hvernig eikker gæji í úthverfi í armeníu finnst að eigi að nota compressor.
svo eru oft stúdíó í sambandi við þá að leita að hinum og þessum í eikker smástúdíó hér og þar, einn nemandi sem var þarna á undan mér var eikkað að leika sér að mixa house, svo hringdi stúdíó í skólann og þeir mældu með honum og hann er núna að vinna hjá Sandy Rivera sem er vel þekktur, Félagi minn úr hluta á undan mér fékk lærlingsvinnu hjá Metropolis studio og aðstoðaði við upptöku á nýja maroon 5 disknum og eikkað rugl, þó svo að hann hafi nú fundið þá vinnu sjálfur en diploman hjálpaði víst vel til þar.
ég er nú sjálfur bara að henda mér á skerið eftir 2 vikur þar sem ég er að klára en ég sé framá að það verði skítlétt að finna sér eitthvað að gera í hljóðinu - bara spurning um hvað eða hvort það borgar ! ;)
en er búinn að tala alltof mikið um þetta, mæli eindregið með þessu, sérstaklega ef þér finnst þú ekki viss hvað þú ert að gera, allir sem ég hef spurt segja að þeir hafi farið of seint í hljóðnám og þessvegna ekki fengið nóg út og þessvegna fór ég um leið og áhuginn kviknaði! :)