mér langaði að pósta link herna á skóla sem ég fór í árið 2006. Reyndar var það kennarinn minn sem spurði mig hvort ég gæti gert þetta fyrir hann.
Þetta er lýðháskóli sem er í Toftlund, danmörku sem heitir Music and Theatre. Virkilega flottur skóli og vel búinn. þetta var fáránlega góð reynsla að fara þarna og líka alltof gamann! það er virkilega öflugt félagslíf í þessum skóla og alltaf nóg að gara! og studio-ið er alltaf opið! sé enganveginn eftir því að hafa farið þangað! ég er að læra hljóðtækni núna í SAE Amsterdam. þessir skólar eru eiginlega ekkert líkir. SAE er töluvert meira hardcore og mjög mikið af bóklegu. en er ekki að segja að ég mæli ekki með honum líka! hann er bara mun meiri alvara! en það er margt sem að maður fær að gera í Music and Theatre sem að maður fær ekki að gera í SAE Amsterdam. ef þú hefur áhuga á að taka upp, setja upp tónleika svið og ljós! og djamma soldið í leiðinni!! þá er Music and Theatre málið! það er líka hægt að læra á hljóðfæri þarna og söng, dans og leiklist! ef þið hafið einhverjar spurningar, sama hvort þær eru í djóki eða alvuru, sendið mer skilaboð!
her er linkur á heimasíðu skólans:
http://musikogteater.dk/english/