Jæja nú er ein ákveðin tónlist sem mig langar að fara að gera. Og það er svona söngvæn danstónlist.

Ég er búinn að semja nokkur lög sem mig langar að koma í svona dansgír og svo þið áttið ykkur á því hverskonar gerð af danstónlist ég er að tala um þá er ég að tala um t.d.

LA DOLCE VITA - PÁLL ÓSKAR
http://www.youtube.com/watch?v=jaOt6F6Gzyw&feature=related

Sjomleh - Friðrik Dór Ft. Auddi & Sveppi
http://www.youtube.com/watch?v=US9F9JK6t5w&feature=related

Hún er alveg með etta - Friðrik Dór
http://www.youtube.com/watch?v=9mGbaF2FGzQ

Djamm Í kvöld - Steindi Jr.
http://www.youtube.com/watch?v=jNcDosAp_yk

Jæja þið fattið amk hvernig danstónlist ég er að pæla í að gera. Ég kann að spila á hljómborð, hef gert tónlist í cubase með því að spila inn eitt og eitt hljóðfæri í einu allt af midi hljómborði samt og komið drulluvel út en það eru ekki svona danslög. Hvaða forrit er best að nota ef ég vill búa til lög sem eru svona í ætt við þessi sem ég linkaði hér á fyrir ofan.
Er einhverstaðar hægt að sjá á youtube hvernig nákvæmlega þessi tegund tónlistar er búin til. Hvaða forrit, hvaða sound library og svoleiðis er notað.

Er þetta kannski gert meira með músinni heldur en spilað inná með hljómborði?
Eins og ég segi, kann þetta ekki hvernig er þetta gert?
Hvernig get ég lært að búa þetta til?
Cinemeccanica