Ok ég er að verða búinn að gera þokkalegt herbergi, 5,6*3,6 m sem æfingaraðstöðu. Gluggalaust hljóðeinangrað m. loftræstingu og hljóðgildrum, hljóðísogsplötum.
Svo það ætti að vera fínt svona með haustinu.
Er einnig á leiðinni til USA og ætla að kippa með mér hljóðkorti. Hef verið að fikta með m-box og zomm H-4.
var að velta einhverju eins og t.d notuði Digi 002 fyrir mér. Veit bara ekki hvað er sniðugt.
Á einhverja mixera, nokkra mika ofl. Hugmyndin er fyrst og fremst að geta tekið upp böndin í skúrnum og svo einhvað klassiskan gitar eða kassa gítar.
Hef ekki þörf held ég fyrir digi 003, þar sem ég held að ég noti ekki viðbæturnar neitt fram yfir 002, spara frekar fyrir betri mónitorum.
Einhverjar hugmyndir!
Allar velkomnar :-)
E.Ha