Ef þú ferð með tökurnar í annað stúdíó muntu að öllum líkindum taka upp gítarinn aftur.
Tekur engan tíma og stúdíóið á eflaust mun betri græjur og mæka en þú munt eiga heima hjá þér svo enda útkoman verður mun betri fyrir lítinn sem engan auka pening.
Það er þó mjög fínt að geta tekið góðar heimaupptökur í demó, og td. scratch track ef þú ferð svo með lagið í stúdíó seinna meir.
Það tekur mun minni tíma að taka upp í stúdíói ef sá sem er að taka þig upp þekkir lagið/lögin. Jafnvel þó það sé bara lítil demó upptaka af kassagítar og söng.
Varstu að plana að kaupa þér einhvern mæk með þessu korti eða áttu fyrir?
Ef kassagítarinn er með pickup þá ertu nokkuð vel settur með þetta Fast track kort og kannski einn condenser mæk.
Getur þá notað mækinn í söng og færð smá meira sánd í gítarinn þannig líka. Direct tengdur kassagítar hljómar oft illa í upptökum en fínn ef hann er blandaður rétt inn.
Ef þú átt ekki mæk mundi ég sjá hvaða díl hljóðfærahúsið getur gert þér á kortinu + einum condenser mæk td.
Audio Technica AT2020 eða M-Audio Nova eða einhvern MXL.
Þá ættirðu að vera vel settur. En þetta er líka spurning um hvað þú ert tilbúinn að eyða í þetta.