Núna síðasta vetur var ég að leita mér að tölvu, ég var með augastaðinn á macbook pro eða að fá mér bara borðtölvu þar sem ég á ágætis fartölvu sem ég keypti vorið 2006, og hún virkar ennþá mjög fínt þrátt fyrir að batteríið sé farið og kælingin farin að gefa sig, en það er bara eðlilegt miðað við aldur og gerist bæði með PC og Apple.
Ég var svona 5cm frá því að splæsa í apple tölvuna, þegar ég fattaði að ég gæti bara fengið mér mjög öflugann PC turn fyrir margfalt minni pening. Ég fór á milli flestra tölvuverslana á höfuðborgarsvæðinu og lét setja saman fyrir mig tilboð á tölvu og var með ákveðna íhluti í huga, og viti menn ég endaði á því að kaupa mér PC turn og 24" skjá, og þetta kostaði mig 130 þúsund, á meðan macbook pro tölvan sem ég ætlaði að kaupa kostaði yfir 300 þúsund.
Ég er nú ekki búinn að nota PC tölvuna mjög mikið í hljóðvinnslu ennþá þar sem það er búið að vera rólegt í kringum tónlistina hjá mér síðasta árið, en ég er nú samt búinn að prufukeyra hana mjög vel og hún er að keyra mun hraðar en iMac tölva bróður míns sem var keypt örfáum mánuðum áður.
Ástæðan fyrir því að mig langaði í apple var að mig langaði svo að geta notað logic afþví að ég elskaði það forrit, fékk að mixa 1stk ep plötu á iMac tölvu bróður míns og heillaðist algjörlega af þessu forriti, en ég er áður vanur að nota cubase svo valið stóð á milli þessara tveggja forrita. Nú get ég sett upp iOS hvenær sem ég vil, ef mig langar að nota logic, þá bara fer ég verð mér útum iOs og logic og málið er dautt.
Þar sem þú segjist vera mikið í því að beat og þess háttar þá mæli ég allveg sterklega með logic, þrælskemtilegt forrit með alla þess háttar vinnu, en mér finnst ableton og cubase ekkert síðri í þeim bransa, þannig ég myndi bara fá að prófa Logic hjá einhverjum og skoða anskoti mikið af videoum um logic áður en þú velur hvað þú gerir.
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað með valið :P