Halló.

Ég fer að flytja í nýja íbúð á næstunni og mig langar að setja upp ágætt heimastúdíó heima hjá mér, en ég bara veit lítið sem ekkert um upptökuforrit, hljóðkort, míkrafóna og mixera.

Ég var að spá á 2-hljómborðum/synth, 2 míkrafónum og bassamagnara. Síðan er ég með Akai MPC 2000xl með 8 outputum.
Ég geri aðalega hip hop tónlist en leiðist að nota forrit til að búa til tónlist(midi controllerar og allt það heillar mig ekki svakalega mikið) þannig að ég er meira fyrir alvöru hljóðfæri í að búa til tónlist.

Svo ég er bara að spá hvaða mixer, hljóðkort, míkrafóna ég ætti að fá mér til að láta þetta virka. Auke meðmæli eru líka vel þegin.

Afsakið ef ég orðaði þetta eitthvað furðulega.