Ég nota Ableton Live hugbúnaðinn nánast eingöngu í hljóðvinnslu / upptökum og bæti við nokkrum vst effektum og synthum eftir því sem þarf, stór hluti af því sem ég tek upp eru gítarar, hljómborð og söngur og ableton live er alveg ótrúlega þægilegur hugbúnaður til að vinna tónlist í því það er auðvelt og fljótlegt að lúppa og editera það sem maður er að taka upp.
Algeng mistök hjá fólki er að kaupa rándýr hljóðkort með mörgum inngöngum því oftast er fólk ekki að taka upp nema eina, stundum tvær rásir í einu, ég var nokkur ár í hljómsveit og við splæstum í alveg fáránlega dýru hljóðkorti sem var með, að mig minnir 16 rásum inn, 90% af tímanum vorum við að taka upp á eina rás, stundum tvær en aldrei fleiri en það í einu.
Ef þú ert að taka upp söng þá skaltu splæsa í þokkalegum condensermæk, þú getur kannski reddað þér með ódýrum dýnamískum mæk en skítsæmilegur condenser reykspólar yfir flesta dýnamíska mæka, fáðu þér statív fyrir hljóðnemann, helst með bómu þannig að þú getir líka notað statívið ef þú ætlar að taka upp gítarmagnara osfrv og fáðu þér pop filter svo þú eða sá sem syngur sé ekki frussandi og andandi inn í hljóðnemann með tilheyrandi drullu í upptökunni.
Þú átt eftir að lenda í milljón tegundum af veseni með að fá upptökuhugbúnaðinn sem þú notar til að virka rétt, fáðu einhvern sem kann til verks til að setja upp hugbúnaðinn fyrir þig.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.